Löggiltar skjalaþýðingar

og túlkun


Áreiðanleiki í fyrirrúmi

Löggiltar skjalaþýðingar úr pólsku á íslensku og fagleg og áreiðanleg túlkun

Túlkun

Góð og áreiðanleg túlkun skiptir öllu máli í okkar störfum. Við hjá Nexa tryggjum að viðskiptavinir okkar fái bestu túlkun sem völ er á.

Löggiltar skjalaþýðingar

Nexa býður upp á skjótar og vandaðar skjalaþýðingar úr pólsku á íslensku.

Tilboð

Þú getur fengið tilboð í skjalaþýðingu eða túlkun með því að senda fyrirspurn hér fyrir neðan. Við svörum öllum fyrirspurnum við fyrsta tækifæri.

Alata

Alice

Open Sans

Noto Sans

Bebas Neue

Great Vibes

Rock Salt

Exo

Belgrano

Overlock

Cinzel

Indie Flower

Staatliches

Roboto Slab

Lato

Noto Serif

Open Sans

Montserrat

Ubuntu

Rubik

Delius

Amiri

Montserrat

Stofnandi


Karol Walejko

Lögg. skjalaþýðandi & túlkur

Lögfræðingur

Karol Walejko er löggiltur skjalaþýðandi úr pólsku á íslensku, túlkur og lögfræðingur. Hann hefur víðtæka reynslu af túlkun og þýðingum og hefur sérþekkingu á sviði lögfræði en hann starfar einnig á lögmannsstofu sem lögfræðingur. Lögfræðileg hugtök eru mörg hver flókin og nákvæmni við túlkun eða þýðingu á þeim skiptir grundvallarmáli enda eru mikilsverðir hagsmunir viðskiptavina ávallt undir. Viðskiptavinir geta treyst því að þeir fái bestu mögulegu túlkunar- og þýðingarþjónustu þegar þeir velja Nexa. 

Einkaaðilar

Við bjóðum upp á þjónustu fyrir alla einkaaðila. Áreiðanleg túlkun og skjótar en vandaðar skjalaþýðingar.

Hið opinbera

Túlkarnir okkar hafa víðtæka reynslu af túlkun hjá hinu opinbera, s.s. fyrir dómstólum, sýslumannsembættum, ráðuneytum, barnaverndaryfirvöldum, lögreglu, Útlendingastofnun, Samgöngustofu og fleiri stofnunum.

Sérþekking

Nexa býr yfir sérþekkingu í lögfræði sem skilar sér í bestu mögulegu túlkunar- og þýðingarþjónustu á því viðamikla sviði.

Meðmæli

Þegar um erlenda tjónþola er að ræða skiptir miklu máli að góður túlkur annist túlkun á matsfundi, enda oft um viðkvæm og erfið mál að ræða. Hefur Karol Walejko annast túlkun á slíkum fundum þegar um pólska tjónþola er að ræða og reynst mjög vandaður og góður túlkur. Skiptir þar miklu að hann hefur fullkomið vald á bæði íslensku og pólsku og hefur sem lögfræðingur góða innsýn í eðli þeirra mála sem um ræðir. Þá nær hann góðum tengslum við tjónþola og túlkar flóknar spurningar og svör með fumlausum hætti. Ég get hiklaust mælt með Karol sem túlki í líkamstjónamálum.

Sigurður R. Arnalds hrl.

Mjög gott hefur verið að hafa Karol sem túlk á matsfundum. Hann er fljótur að túlka og hefur mjög gott vald á bæði íslensku og pólsku. Hann kann góð skil á ýmsum sérfræði hugtökum sem er afar mikilvægt fyrir áreiðanleika og traustleika í matsstörfum. Gef ég honum því mín bestu meðmæli.

Sigurður B. Halldórsson hrl.

Í sem stystu máli var allt samstarfið við Karol frábært, hann var faglegur, kurteis, stundvís og sveigjanlegur á allan hátt. Karol talar lýtalausa íslensku, sem og eflaust pólsku og virðist geta skipt á milli tungumála án allrar áreynslu. Ég hef aldrei séð túlk með jafn mikið úthald en Karol virtist ekki þreytast og var alltaf með fullkomið flæði hvort sem var af íslensku á pólsku eða öfugt og hvort sem unnið var með talað mál eða texta. Það að Karol sé lögfræðingur og því með dýpri skilning á viðfangsefninu er dýrmætt í vinnu sem þessari og gerði matsvinnuna markvissari og þægilegri á allan hátt.

Guðrún Oddsdóttir, sálfræðingur

Fá tilboð

Contact Us

Nexa slf.
Kt. 510225-2360
Ástún 4
200 Kópavogur


Hafðu samband
863-8957
nexa@nexa.is